Atlas og Pleione til vinstri, Atlas sú stærri, það eru foreldrarnir, og svo Systurnar sjö, Alcyone sú skærasta til vinstri í ferhyrningnum, svo Maya efst og Merope neðst og Asterope til hægri, Electra, Taygeta og Cealeno eru stjörnurnar þrjár sem liggja í boga lengst til hægri.
Jæja, þá er að gá á google hvort ég mundi þetta rétt…
ahh… ekki var það nú alveg. efsta stjarnan í ferhyrningnum heitir Maia og svo ruglaði ég saman Electru og Asterope, en hún heitir líka stundum Sterope, eins og á þessari mynd:
http://www.pleiades-book.com/pic/SevenSisters_of_the_Pleiades.jpgOg svo er það víst Celaeno en ekki Caelano.