Virkir vetrarbrautakjarnar (active galactic neucleus, AGN), sem eru meðal annars quazars, eru svarthol í miðri vetrarbraut sem spýta ekki efni út úr sér, efnið sem sleppur frá svarholinu hefur aldrei farið inn í svartholið, en hugsanlega mjög nærri því.
Virkur vetrarbrautakjarni virkar þannig að innfallandi efni missir stöðuorku (alveg eins og fallandi hlutur sem fellur að jörðu, nema af annarri stærðargráðu) og fær því aukna hreyfiorku. Þar sem að það er hellingur af efni þarna er núningur milli einda sem veldur því að þetta hitnar allt saman upp úr öllu valdi. Orkumiklar ljóseindir frá þessu heita efni geta síðan lent á innfallandi efnisögn og gefið henni næga orku til að skjótast í burtu á miklum hraða. Sú ögn hefur þó aldrei komið inn í svartholið, heldur er aðeins hluti af innfallandi efni.
Þess skal til gaman geta að nærri allir AGN starfa eins, munurinn á þeim stafar af þremur þáttum:
Gerð innfallandi efnis
Massa svartholsins
Sjónarhorni okkar, það er hvort við sjáum AGN í gegn um aðsópsskífuna eða þvert á hana.