Það er nú ýmislegt fleyra en bara braut Plútó sem er svolítið dúbíus. Það sem er að mínu mati enn skrítnara er sú staðreynd að Plútó er úr steini en ekki gasi. Þetta er mjög skrítið þar sem séð út frá kenninguni geta´steinplánetur ekki orðið til svona ofboðslega langt frá sólinni.
Annað er svo sú staðreynd að Plútó er með risastórt tungl, en það finnst mér eiginlega segja það að Plútó hafi ekki verið smástyrni. Jú, það þekkist að smástyrni hafi fylgihnetti en þeir sem rannsakaðir hafa verið hafa ávallt verið mjög litlir.
Ég annars veit ekki hvaðan Plútó er, og við munum ekki komast að því fyrr en Plútó leiðangurinn kemur á leiðarenda. Reyndar er ekki búið að skjóta honum upp, en þeir ættu að fara að drífa sig ef þeir ætla að ná 2020 flyby hjá Neptúnusi, annars verða þeir að bíða í, hvað var það, þrjár aldir?
Ein leiðrétting.
Oort skýið er ekkert annað en ýmindað ský sem inniheldur allt sem er á einhvern máta tengist sólini okkar vegna þyngdaraflsins, ef ég man rétt.
Kv,
Ómar K.
<br><br>Reason is immortal, all else mortal.
-Pythagoras
Reason is immortal, all else mortal.