Reyndar kannski fullfljótur að áætla það vitleysu að geimverur séu að heimsækja okkur. Auðvitað er það mjög algengt að menn sjái eitthvað kjaftæði á himnum og kalli það geimverur, en þú ættir að athuga betur þær ótrúlegu líku frásagnir fólks af geimverum. Auðvitað hafa fréttamiðlar, bíómyndir og þáttaraðir sprengd efnið algerlega úr samhengi, sem og að það er frekar erfitt að þekkja í sundur hvað er uppspuni og hvað eru raunverulegar kenningar, byggðar á einhverju af viti.
“Greys” geimverurnar eru til dæmis LANGalgengastar í sögun sjónarvotta, og hafa alltaf verið það. Löngu áður en þeir byrjuðu að sýna Dark Skies og það allt saman. Greys eru alltaf notaðar í myndum og þáttaröðum vegna þess einmitt hversu algengar þær eru í vitnisburðum.
Sama er með nöfn eins og Majestic-12, sem ég las um fyrir mörgum árum, löngu áður en meðaljóninn hafði minnstu hugmynd um hvað það stóð fyrir. Ég veit ekki hvort að “Men In Black” væri þekkt hugtak á meðal geimveruspekinga áður en myndin kom út, en það kæmi mér ekkert á óvart.
Aftur á móti er til vitleysa eins og þessir hýslar í þáttunum Dark Skies, sem ég hef einmitt ekki í einu einasta tilviki heyrt greint frá þegar ég hef verið að kanna efnið, þó að mikið annað sé komið af raunverulegum kenningum í þeim annars ágætu þáttum.
Allavega, sökum þess að svo margir vita í dag svo mikið um algengar lýsingar og kenningar hvað varðar þessa geimverupælingu, er erfitt að greina að hvað er ímyndun, uppspuni eða veruleiki.
Fyrir mitt leyti er mér orðið alveg nákvæmlega sama hvort þetta er satt eða ekki, það kemur ekki til með að hafa áhrif á líf mitt né annarra hvort sem er. Mér finnst hinsvegar mjög gaman að pæla í þessu öllu saman, vegna þess að þó að það kæmi mér ekkert á óvart að þetta væri allt saman vitleysa, kæmi mér það enn síður á óvart að Greys væru raunverulega til, kíkjandi við á Hóteli Jörð af og til og nappandi einu og einu tilraunadýri.
Það sem kæmi mér hinsvegar verulega á óvart væri ef Majestic-12 væri EKKI til. Þættirnir Dark Skies hafa samt unnið þeim sigur á þeim vettvangi að snúa fólki í þá trú að Majestic-12 sé einmitt uppspuni sem hafi eingöngu verið notaður í þessa blessuðu þáttagerð.
Fyrir fjórum árum þegar ég talaði við fólk um Majestic-12 viðurkenndi fólk þó a.m.k. fræðilegan möguleikann (án þess að hætta að vera sama), en ef maður myndi byrja sömu samræður í dag þætti maður bara svona innilokaður api sem æti allt upp eftir sjónvarpinu. ;)
Sem, then again, gæti vel verið satt.