Stjörnur
Ef að það er til ‘óendanlega’ mikið af stjörnum, af hverju sjást þá bara sumar af þeim, af hverju er ekki allur himinninn jafn upplýstur sama hvort það er dagur eða nótt?
Þversögn Olbers hljóðar einfaldlega svo: Hvers vegna er himinn svartur um nætur? Spurningin er hversdagsleg, en svarið krefst dálítillar umhugsunar. Í óendanlegum alheimi Newtons ættu augu okkar að enda á stjörnu, hvert sem litið væri á himninum. Rétt eins og þegar við horfum inn í þéttan skóg sjáum við tré hvert sem við horfum. Alheimurinn því að vera albjartur, jafnt daga sem nætur, en sú er augljóslega ekki raunin. Lausnin á þversögn Olbers felst í því að alheimurinn er endanlega gamall, en ekki óendanlegur líkt og Newton taldi og vegna endanlegs hraða ljóssins hefur okkur einfaldlega ekki borist ljós frá öllum stjörnum í alheimi.
Þessar vangaveltur koma okkur sumpart spánskt fyrir sjónir, enda vitum við meira um eðlis stjarna og gerð alheimsins nú en þá. Við vitum t.d. að efni í hinum sýnilega alheimi er takmarkað svo sérhver sjónlína í alheimi, myndi óhjákvæmilega ekki enda á stjörnu. Við vitum líka að líftími þeirra er endanlegur, og sumar stjörnur munu slokkna áður en aðrar senda okkur sína fyrstu geisla.