Halló
Vinur minn sagði við mig í gær að það væri hægt að sjá Júpíter þesssa dagana á kvöldin eða nóttunni með berum augum. Veit einnhver hvert maður á að horfa til að sjá þessa plánetu?
Þar sem Júpíter er næstum tólf ár að ljúka einni hringerð um sólina ferðast hann í gegnum eitt stjörnumerki dýrahringsins á ári. Jörðin tekur fram úr Júpíter á 398,9 daga fresti en þegar það gerist er Júpíter í gagnstöðu (opposition) við jörð. Þegar það gerist mynda jörðin og Júpíter beina línu við sól með jörðina í miðjunni. Þá er jafnframt styst til reikistjörnunnar. Á þessum tíma virðist Júpíter snúa við á ferðalagi sínu í kringum sólina miðað við fastastjörurnar í bakgrunni. Best er því að skoða Júpíter þegar hann er í sólnánd (næst sólu) og gagnstöðu við jörð en þá er hann bæði eins bjartur og stór og unnt er. Júpíter verður næst í sólnánd í mars 2011 en í gagnstöðu nokkrum mánuðum fyrr eða í september 2010.