gætuði bent mér á einhverjar góðar bækur og svoleiðis um eðlis eða geimvísindi? Ég er búinn að finna eina, A brief history of time eftir Stephen og ætla að kaupa hana.
Langar til að kynna mér geimvísindi og eðlisfræði betur.
Ég á Sony Reader og finnst græjan frábær. Ég myndi samt ekki hætta (og hef ekki hætt) að lesa pappírsbækur. Ætli það sé ekki einhver nostalgíutilfinning.
The elegant universe eftir brian green er ágæt. Theories of everything eftir j.d. barrow fannst mér fín. QED eftir feynman er lofuð af nánast öllum þó svo að ég nennti ekki að klára hana. Hafðu það samt í huga að þegar þú lest pop-science bækur að þær eiga það til að fá þig til að halda að þú skiljir eitthvað sem er miklu flóknara en þú gerir þér grein fyrir. Þetta felst yfirleitt í alls konar myndlíkingum og endursögnum. Mér fannst alltaf mest svekkjandi við þær að í þeim stóðu allskonar hlutir sem menn áttu að hafa fundið út en maður gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því hvernig er komist að þessum niðurstöðum. En annars er þetta fínasta afþreying.
Saga tímans eftir Hawking er til í íslenskri þýðingu, eitt af Lærdómsritunum frá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Ef þú vilt stjörnufræðibók á íslensku þá er til bók eftir Vilhelm S. Sigmundsson sem heitir Nútíma stjörnufræði. Það er fínt inngangsverk. Svo eru tvær bækur um eðlisfræði frá Hinu íslenzka bókmenntafélagi, Afstæðiskenningin eftir Einstein og Ljósið eftir Feynman. Ég hef aldrei séð sérstaklega góða bók á íslensku sem fjallar um klassíska eðlisfræði.
Annars er erfitt að mæla með bókum um þessi efni án þess að vita hversu mikla stærðfræði þú kannt. Það eru til tvær ágætis bækur sem krefjast ekki neinnar sérstakrar stærðfræðikunnáttu sem þér gætu þótt áhugaverðar, annars vegar Vísindabyltingin eftir Andra Steinþór Björnsson og hins vegar Stiklað á stóru um næstum allt eftir Bill Bryson. Þær tengjast þó vísindum almennt, en eðli málsins samkvæmt er mikið fjallað um heimsfræði og þar að leiðandi stjörnufræði í þessum bókum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..