Mánudagskvöldið 4. Febrúar 2002 (Í dag)
Við vorum tveir staddir niðri í bæ!
Um klukkan 21:30 var ég að keyra Miklubrautina hjá hlíðunum og allt í einu er rosalegt flash ljós sem blikkar svona 4-5 sinnum!
Mjög hratt blikk! (Nei, þetta var ekki “yfir á rauðu” myndavél)
…var á leiðinni upp á höfða!
Þegar ég var kominn upp á höfða um 21:40 sé ég fljúga yfir borgina hvítt ljós! Ekkert blikk ljós og enginn hreyfil-hljóð!
Bara hvítt ljós sem sveif yfir og á sæmilegum hraða!
Svo um 21:55 sáum við aftur koma annað mun nær og hægar!
Sáum ekki almennilega útlitið enn það var mjög skært hvítt ljós framan á því og svo tvö rauð-fjólublá ljós undir sem bara loguðu!
Ekkert vélarhljóð!
Flaug allsekki neitt rosalega hátt!
Flaug í átt til keflavíkur og ég þaut uppí öskjuhlíð þar sem við sáum það fljuga bara áfram og áfram, frammhjá keflavík og svo bara áfram og svo sáum við það ekki meira því það var komið svo langt!
Mjög svo skrítið, var svona að spá hvort einhver annar hefði séð þetta!
Þætti gaman að vita ef einhver hefði séð eitthvað meira undarlegt í kvöld og þá endilega látið mig vita!
…eða bara ef einhver getur sannað fyrir mér að þetta hafi verið flugvélar!
..Annars er hausinn á manni orðinn svo fullur af x-files að maður má ekki sjá neitt og þá heldur maður þetta sé ufo!
Svessi