Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér á mannamáli?
Er að fara í stjörnufræðipróf á morgun og er frekar vel sett í þessum áfanga, með 9 í meðaleinkunn. Ef ég næ yfir 6 á prófinu á morgun fæ ég að sleppa við lokapróf ;)
En allavega, bókin sem áfanginn er kenndur út frá heitir “Nútíma stjörnufræði - frá sólkerfinu okkar til vetrarbrauta og endimarka alheimsins”, ég veit ekki hvort þið þekkið til hennar, frábær bók, mikið af myndum en stundum er gaurinn svo kryptískur sem er að skrifa að ég bara fatta ekki alveg. Ólst ekki upp á Íslandi, gæti tengst því, en ég á erfitt með að skilja þessa bók stundum. Skil fræðina og allt það og er mjög vel að mér í efnafræði og svona, en bara orðalagið er ég ekki að fatta.