Miklihvellur er sérstæða og atburður (sem segir kannski ekki rosalega mikið, en það segir okkur hvað hann var ekki). Þegar menn segja að allt hafi verið svart eiga þeir við að ljós hefur ekki borist neina marktæka vegalengd vegna þéttleika efnis, ljóseindirnar skjótast bara fram og til baka á milli efniseinda.
Miklihvellur var sömuleiðis ekki sprenging í neinum skilningi. Þetta heiti er komið frá manni sem hafði lítinn sem engan skilning á kenningunni og var að gera grín af henni, einhvern veginn festist þetta nafn þó við þennan atburð.
Eins og ég sagði fyrst er miklihvellur atburður, hann bjó ekki til neitt. Efnið var allt saman til staðar, það sem gerðist hins vegar var að tímarúmið (sem er hugtak sem Einstein notaði í afstæðiskenningu sinni) byrjaði að þenjast út. Það vill svo til að efnið var ekki alveg jafn dreift, þannig að þegar heimurinn þandist út og þyngdaraflið varð ráðandi kraftur á stórsæjum skala mynduðust vetrarbrautir (stjörnuþokur).
Það er mikill misskilningur að segja að efni hafi orðið til við miklahvell, en það má segja að upphaf tímans eins og við þekkjum hans markist við þann atburð sem við köllum miklahvell.