Það hefur ekki farið mikið fyrir fréttunum af þessu fyrirbrigði en vegna einhvers konar sprengingu sem ekki er vitað hvað veldur hefur halastjarnan Holmes milljónfaldast í sýnileika. Hún er nú sjáanleg með berum augum og er skemmtileg sjón í handkíki, svona eins og kringlótt grátt kám á himninum. Halastjarnan er stödd í Perseus-stjörnumerkinu en þessi kort ætti að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að rata um stjörnuhimininn.

http://media.skyandtelescope.com/images/HolmesFindr_8pm_PR800_clean.jpg
http://www.nasa.gov/images/content/195285main_homes-browse.jpg

Hér má svo lesa um fyrirbærið (neðarlega):
http://www.nasa.gov/vision/universe/solarsystem/skyshow_20071105.html

Frá Íslandi er Perseus kl. 12 á miðnætti mjög hátt á himni, í suðaustri.