Enginn maður hefur stigið fæti á reikistjörnu aðra en jörðina. Einmitt núna er aðalfókusinn hjá geimstofnunum heimsins að koma mönnum til Mars, og að koma upp geimstöð á einum póla tunglsins.
Ef ég man rétt, þá hafa geimför (mönnuð og ómönnuð) lent 18 sinnum á tunglinu, en reyndar sneru bara 9 af þeim aftur til jarðar. Ég man hreinlega ekki hversu margir hafa stigið fæti á tunglið, en ég veit að sá síðasti til að gera það var bandarískur geimfari sem hét held ég Eugene Cernan, en það var árið 1972.