Það rekast í sífellu á okkur loftsteinar, skipta hundruðum meira að segja. Svo hafa rekist á okkur stærri hlutir, svo sem smástirni nokkrum sinnum síðan jörðin myndaðist (og hún myndaðist raunar vegna þess að margir hlutir rákust saman og mynduðu jörðina). Tunglið mun líklega enda á yfirborði jarðar einn daginn. En já, megin ástæðan fyrir því að þú verður ekki vitni af þessu í okkar sólkerfi er einfaldlega vegna þess að þetta gerist á löngum tíma. Einhverjir hafa áætlað að stjörnuþokan okkar, Vetrarbrautin, muni rekast á Andrómedu í framtíðinni. Það gerist samt ekki fyrr en eftir mörg hundruð milljón ár, áður en það gerist hefur sólin okkar klárað eldsneytið sitt og það verður tæplega líf á þessari plánetu enn.