Mig langar að biðja þá sem hafa áhuga og búa á höfuðborgarsvæðinu að beina augum sínum upp í kvöld.
Nákvæmlega kl. 18:56:47 mun eitt fyrirbæri eiga sér stað sem gaman er að verða vitni af.
Best væri að vera á Álftanesi eða Seltjarnarnesi, en ég er nokkuð viss um að þetta sjáist í þónokkurri fjarlægð frá þeim svæðum.
Þeir sem búa í Reykjavík horfa í vestur (út á Seltjarnarnes). Þeir sem búa neðan Kópavogs horfa í norðvestur (út á Álftanes, reyndar er ég ekki svo viss um að þetta sjáist þaðan)
Hæðin er svo u.þ.b 60° azimuth.
Þ.e. sjóndeildarhringurinn (beint áfram) er 0° og beint upp í loftið er 90°, bara að áætla lauslega hvar 60° er.
Þeir sem telja sig vita hvað ég er að tala um mega alveg spoila fyrir öðrum mín vegna. Og já, ég tel það frekar líklegt að skýin verði fyrir, í því tilviki mun ég uppfæra þennan kork þegar þetta gerist aftur (og þetta gerist oft, svo kíkið endilega oft við).
Bætt við 14. janúar 2007 - 15:14
Abbsaggið mig, þetta er í Norðaustri. Nokkurnveginn sama hvar þið eruð stödd.