Úranus
Þvermál Úranusar er 51,118km. Hitastig Úranusar er -214 °c. Úranus er 7 reikistjarna frá Sólu. Úranus hefur 15 fylgi tungl, fimm stæstu heita Oberon Titania, Umbriel, Ariel og Miranda. Úranus er 2870 milljón km frá sólu og er Úranus er 84 ár að komast kringum sólina. Úranus var fyrsta reikistjarnan sem fannst með hjálp sjónaukans. Massi Úranusar er 9,0 1025 kg. Úranus er blágrænn að lit. Ástæðan fyrir litnum er að gashjúpur hans er úr Metani, Helíum og Vetni. Hitinn efst í gasskýjunum hans getur farið allt niður í -200 gráður. Úranus er nefndur eftir hinum forna himnaguði Rómverja. Úranus var fyrsti æðstiguðinn, sonur Gæju, faðir Krónusar, Kýklópanna og Títananna. Þýsk-enski stjörnufræðingurinn William Herschel (1738-1822) fann Úranus árið 1781 en vel má þó vera að einhverjir hafi séð hann í sjónaukum áður. Með uppgötvun Herschels tvöfaldaðist þvermál hins þekkta sólkerfis því að Úranus er næstum því tvöfalt lengra frá sól en Satúrnus. Það athyglisverðasta við Úranus er að möndulhalli hans er 98° sem þýðir að hann liggur nánast á hliðinni.