Þáttur sem fjallaði um það að prófessor gamall fór til…Perú eða eitthvað, og rannsakaði einhver myndform sem til urðu á jörðinni fyrir um 2-3000 árum síðan. Nema hvað að enginn maður, sérstaklega á þessum tímum hefði getað gert slíkt. Þetta var svo beint, og fíngert. Svo var tekin loftmynd af þessu svæði og þá kom í ljós að þetta var sólkerfið okkar, með öllum plánetum, þar á meðal Plútó, sem fannst ekki fyrr en árið 1930, af mönnum. Svo fundust þarna í rústum eitthvað málverk af guði þessa fólks, og þá var hann afar undarlegur. Með hjálm á hausnum alveg eins og geimfarar nú til dags voru með. Svo sat hann í einhverju sem líktist geimskutlu og hélt í stýri…:P