Orðið geimur er samheiti orðsins rúm. Geimurinn er ekki efnislegt fyrirbæri heldur hugtak sem við notum til að skilja heiminn. Ef ég túlka spurningu þína svo bókstaflega verð ég að svara með því að segja þér að spurningin er merkingarlaus, alveg eins og spurningin: úr hverju eru draumar? Eða úr hverju er tíminn?
Hinsvegar veit ég að þetta svarar ekki spurningunni sem þú hafðir í huga. Í geimnum er efni, geimurinn er því ekki tómarúm (tómt rúm, tómur geimur) eins og sagt er hér að ofan. Hinsvegar er afskaplega lítið efni í honum, þ.e.a.s. það er flest allt bundið í stjörnum (meira en 90% alls efnis í sólkerfinu okkar er t.d. í sólinni), en á móti kemur að sólin og reikistjörnur eru í geimnum svo það er kannski kjánalegt að segja að það sé lítið efni í geimnum þegar allt efnið er þar! En þetta er bara spurning um hvernig þú hugsar um geiminn. Geimur þýðir fyrir flestum einfaldlega “þetta stóra svarta á himninum sem maður sér á kvöldin” eða eitthvað í þá áttina, þ.e.a.s. þótt svo að stjörnurnar séu í geimnum þá erum við oftast ekkert að hugsa um þær.
Í hverju svífa geimfarar svo? Þeir svífa í sama fyrirbærinu og stjörnurnar. Ef þú hefur skoðað himininn nýlega þá sérðu að stjörnurnar á himninum detta ekki allar niður á jörðina úr þessu stóra svarta dóti. Þær svífa þarna bara í rólegheitum. Þetta er í sjálfum sér góð og gild spurning, af hverju svífa þessir hlutir þarna? Til að vísindamenn geti gert sig skiljanlega sín á milli tala þeir um allskonar hugtök sem innihalda orðið þyngd. Þyngdarkraftur, þyngdarsvið og þyngdareindir. Í þokkabót er eitthvað sem heitir tímarúm sem skiptir líka máli. Þyngdarkraftur er hugtak eins og tími og rúm sem við notum til að gera okkur skiljanleg. Þegar hlutur fellur til jarðar segjum við að það sé vegna þess að þyngdarkraftar milli hans og jarðarinnar hafi dregið þá að hvor öðrum, þar sem þyngd jarðarinnar er margfallt meiri en t.d. bolta bifast jörðin svo til ekki neitt (þú myndir ekki skilja töluna sem ég myndi nota til að tákna fjarlægðina) en boltin dregst að jörðinni. Við vitum ekki hvernig þetta gerist, hvernig veit boltin að jörðin er svona þung og að hann eigi að detta á jörðina frekar en tunglið? Við höfum ekki hugmynd um það (afar litla allavega). Hinsvegar vitum við að þyngdarkrafturinn eykst með tillit til þyngdar hlutanna en minnkar með tillit til fjarlægðar. Svo á milli mín og þín í augnablikinu virkar svo litlir þyngdarkraftar að þú finnur ekki fyrir því, en á milli þín og jarðarinnar (sem þú stendur á!) virkar augljóslega sterkir kraftar því þú getur ekki hoppað út í geim (hvað þá upp í tré).
En allavega, ef við myndum ímynda okkur að allt í einu myndi öll þyngd hverfa úr heiminum. Ekkert í heiminum myndi hafa þyngd (sem er ómögulegt því allt efni hefur massa, en við þykjumst bara). Hvað myndi þá gerast? Þá væri engin þyngdarkraftur til að halda mér á jörðinni og ég gæti hoppað til Mars. Þetta tengist lauslega svifi geimfara í geimnum. Þegar þeir eru út í geimnum eru þeir svo langt frá öllum massa (mundu að þyngdarkrafturinn milli tveggja hluta minnkar því fjær sem þeir eru frá hvor öðrum) að það er ekkert sem dregur þá í einhverja ákveðna átt (allavega rosalega litlir kraftar sem þú finnur ekki fyrir). Ef að geimfarinn myndi svífa í áttina að einhverjum massamiklum hlut eins og tunglinu myndi hann brátt finna fyrir þyngdarsviði þess og dragast í áttina að því og hrapa á tunglið.
Vona að þetta svari þessu að mestu.