Það vill svo til að ég er einmitt í svokallaðri eðlisfræðideild, ekki að það skipti máli.
Næst þegar einhver sem þú þekkir eða þú sjálfur ferð í röntgenmyndatöku, fáðu að sjá verndarsvunturnar sem sumir eru látnir vera í við myndatöku. Þær eru sérstaklega hannaðar til þess að verjast geislun frá tækinu til að koma í veg fyrir óþarfa váhrifum. Geisluninn sem þú ert að tala um er sú sem finna má í Van Allen beltinu, það tekur geimfarið 30 mínútur að fara í gegnum það og geimfararnir eru verndaðir af málmplötunum í sjálfum. Sagan um að geisluninn í þessu belti myndi valda dauða geimfara sem myndu fara þar í gegn er kominn frá Van Allen sjálfum (sem beltið er skírt eftir), hann sjálfur dróg það mat til baka. Taktu líka eftir að hundar og önnur dýr hafa farið út í geiminn þótt svo að þau hafi ekki farið til tunglsins. Geisluninn á tunglinu er ekkert í námunda við það jafn hættuleg og það sem finna má í Van Allen beltinu, þú getur losnað undan útfjólubláum geislum sólarinnar með því að fara í peysu.
Ef þú hefðir lappað upp á varmafræðina þína áður en þú fórst að gera athugasemdir við eðlisfræðikunnáttu mína myndirðu vita að engin hitabreyting þarna á tunglinu myndi hafa áhrif á filmuna. Þar sem þar er ekkert andrúmsloft getur hitinn ekki dreyfst frá yfirborðinu í filmuna (öfugt við það sem gerist á jörðinni, heitt loft stígur upp frá jörðinni sem hitnar í sólarljósi og veldur meðal annars því sem við köllum vindur, en gettu hvað, það er ekkert loft á tunglinu), sólinn hefði þurft að skína beint á filmuna óvarða til þess að hún myndi skemmast.