Það vita það nú flestir að allavega fóru Bandaríkjamenn ekki á tunglið í fyrsta skiptið sem þeir sögðust hafa gert það.
Ég veit samt fyrir vissu að þeir lentu heldur ekki á tunglinu í hin skiptin, en þú verður að taka orð mitt fyrir því, því þær sannanir eru trúnaðarmál.
Ekki mógðast, en ég ætla ekki að taka þínum orðum fyrir því. Það er margmargsinnis búið að afsanna þessar kjánalegu tilgátur fyrir því að fyrsta lendingin hafi verið “fake”
En það er að vísu tilgangslaust að þræta um það ef þú hefur þessar persónulegar sannanir sem enginn má vita um.
Það vanntar möguleika fyrir skeptic(vera ekki allveg viss). En ætli það komi ekki á hreint þegar, ef ég man rétt, nýji gerfihnöttur/kíkir fer á orbit um tunglið, eða verður beinnt að tunglinu.
Skal koma með eitt dæmi sem er nóg til að afsanna þessa samsæriskenningu. Í clippu þar sem tunglbíllinn er sýndur keyrandi, þá hendir hann frá sér jarðvegi sem þyrlast ekki, heldur fer upp og niður aftur í fullkominni parabólískri hreyfingu. Slík hreyfing hjá svona smágerðum jarðvegi er ekki möguleg ef andrúmsloft er til staðar því loftmótstaðan gerir það að verkum að hann myndi þyrlast. Það gerir hann hins vegar ekki á tunglinu.
Sumir hafa sagt að ef videoinu sé hraðað upp tvöfalt sé þetta eins og á jörðinni, það á kannski við um hraðann, en ekki um þessa parabólísku hreyfingu jarðvegsins.
Einnig eitt varðandi geislunina, sem margir telja sterkustu rökin fyrir því að þeir fóru ekki. Sagt var að geimfararnir myndu ekki lifa af ferðina gegnum Van Allen beltin, og því væri þetta pottþétt fake. En Van Allen sjálfur, maðurinn sem uppgötvaði þessi belti, hefur dregið til baka yfirlýsingar sýnar um að þeir myndu ekki lifa af, og segir hið gagnstæða, þ.e. að þeir hefðu vel lifað af.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..