Ég hef reynslu af stjörnusjónaukum (á einn ágætan og hef prófað fullt af sjónaukum) og mæli ekki með því að fólk kaupi sér ódýran sjónauka í Hagkaup.
Ástæðan er sú að þeir eru ekki nógu vandaðir og því er bara pirrandi að reyna að sjá eitthvað með þeim. Þeir eru litlir og óskýrir og óvandaðir (rétt eins og verðið gefur til kynna). Þokkalegir stjörnusjónaukar kosta alltaf á bilinu 13-20 þúsund en maður fær líka heilmikið út úr því að skoða næturhimininn með slíkum grip.
Hér er að finna spurningar og svör um stjörnusjónauka, þ.á.m. frekari rökstuðning fyrir því að kaupa EKKI leikfangasjónauka