UFO => unidentified flying object => fljúgandi furðuhlutir/óþekkt fyrirbæri. UFO er ekki það sama og geimskip, bara svo það er á hreinu, það er algengur misskilningur.
Hvít ljós sem fljúga saman í þyrpingu gætu verið herþyrlur eða herflugvélar, en þær fljúga oft í V-röðun eins og fuglar. Það gæti líka verið að þú hafir séð lendingarljósin á flugvél (sem eru reyndar rauð og blá ef ég man rétt) og þau hafa virst hvít í gegnum rúðuna. Svo kemur endurspeglun hugsanlega til greina.
En á meðan við vitum það ekki eru þetta svo sannarlega óþekkt fyrirbæri, það þýðir samt ekki að þau séu yfirnáttúruleg eða heimsókn frá geimverum.