Miklihvellur var engin sprenging, bara útþensla. Nafnið sem íslenska þýðingin er dregin af, Big Bang, var notuð í háði af manni sem trúði á síðstöðukenninguna svokölluðu, í raun var engin hvellur heldur þannig séð. Það er líka algjör misskilningur að um eitthvað pínulítið gasdæmi hafi verið að ræða. Við erum að tala um að ALLT hafi verið á sama stað og engar víddir hafi raunverulega verið til (eins og punktur í hnitakerfi, hann hefur enga vídd). Við erum að tala um svo lítin hlut að þú getur, í alvöru talað, engan vegin ímyndað þér stærðina (eða fjarveru stærðar eða hvernig sem maður skyldi orða þetta).
Þú segir að allt hafi sitt upphaf, ertu þá að tala um að hver og einn einstaka hlutur í allt-inu hafi upphaf eða sjálft allt hafi upphaf. Þá þarftu að gera ráð fyrir að ekkert hafi orðið að einhverju (eða öllu, öllu heldur). Allt-ið er frekar flókið og stórt hugtak, það er allt efni, orka, víddir og svo í þokkabót, allt þar á milli. Ég ætlast ekki til að þú skiljir hvað ég er að fara, því ég skil þetta harla sjálfur.
Spurningin sem þú spyrð, af hverju, á sér einfaldlega ekkert svar í augnablikinu. Það er líka frekar ólíklegt að það fáist einhvern tíman. Af hverju ákvað allt alltíeinu að þenjast út? Þetta bara veit engin því miður ;)