Það eru nokkrar tilgátur um myndum sólkerfisins og hvernig pláneturnar í sólkerfinu urðu til. Vinsælasta hugmyndin er að það hafi verið risa stórt efnisský sem að snérist og byrjaði að safnast saman fyrir í einhverri miðju. Í miðjunni safnast mest allt efnið fyrir eða um 98% efnisins og 2% snúast í kring og mynda pláneturnar sem snúast í kringum sólina (miðjan, 98% efnisins í sólkerfinu). Á meðan þetta gerist kemst meiri og meiri snúningur á kerfið. Restin af efninu myndar svo pláneturnar smátt og smátt. Plánetunum er skipt upp í tvo flokka, ytri og innri reikistjörnur. Þær innri verða til þannig að stórir efnisklumpar rekast á minni og stækka þannig smátt og smátt (eins og snjóbolta sem er rúllað niður hæð :). Ytri stjörnurnar eru hinsvegar gasrisar (að undanskildum Plútó), það er í raun ekki vitað hvernig þær hafa myndast en það eru nokkrar hugmyndir um það.