Einmitt.
Tilgáta verður ekki að vísindakenningu í einu vetfangi. Ein af frumforsendum heimsfræðinnar (fræðigreinarinnar sem fæst við upphaf og þróun alheimsins) er að vísindamenn gera ráð fyrir að náttúruöflin virki eins um allan alheim (sami ljóshraði alls staðar, sami þyngdarstuðull o.s.frv.).
Ljóshraðinn hefur verið mældur ótal sinnum með mikilli nákvæmni hér á jörðinni og í næsta nágrenni við okkur í geimnum. Ef þessi tilgáta stenst próf reynslunnar (nokkuð sem er alls óvíst) þarf væntanlega að endurskoða ýmislegt í stjörnufræðinni.
Umsjónarmenn Lifandi vísinda hugsa hins vegar oft á tíðum meira um að selja blaðið en boða skynsamlegar hugmyndir í vísindum og tækni. Mér finnst það reyndar svolítið skrýtið, því fyrirbæri eins og lífið, jörðin og himingeimurinn eru það stórkostleg að það ætti ekki að þurfa neinar ýkur eða vafasamar tilgátur til þess að afla blaðinu lesenda.