nifteindastjörnur snúast nokkur hundruð hringi á sekundu, tifstjörnur(algengasta nifteindastjarnan) snýst svona 500 hringi á sekúndu en það hægist smá saman á þessum snúningi, en mjög hægt svo þær geta snúist í nokkur hundruð milljón ár. En önnur gerð af nifteindastjörnum, segulstjörnur (e. Magnetars) snúast alveg í 1000 snúninga á sek. en þær snúast bara stutt, 10-20 milljón ár.
Veit ekki með svarthol, efast um að það snúist eitthvað.
Að mér vitandi eru ekki til neinar mælingar af því, en kenningin gerir ráð fyrir því að sum svarthol snúist (sé stjarnan sem er að falla saman á ferð, Kerr-Newman svarthol). Við slík svarthol myndast orkuhvolf sem ekki er hluti af sjóndeildarfletinum, vegna þessa getur hlutir staðið í orkuhvolfinu án þess að falla í svartholið því að það er ekki hluti af sjóndeildarfletinum.
Hinsvegar sá ég útreikninga sem að gerðu ráð fyrir því að til staðar væri svarthol sem snérist 450 sinnum á sek., þ.e. það útskýrði umhverfi þessi.
Ætli það megi ekki álykta að svarthol snúist á sama hraða og stjarnan sem það myndaðist af?
Ég hefði haldið að svartholið snérist hraðar eftir að það er fallið saman, maður hefur séð skautadansara sem snúast hraðar þegar þeir draga að sér hendurnar… Svo milljónföld (ágiskun) minnkun á hverfiþunga ætti að auka snúningshraðann talsvert ekki satt?
Hér er grein sem fjallar um þetta, eins og þú sérð er hverfiþungi hluti af jöfnuni. Af þessu má einnig ráða, að ef svarthol senda frá sér þyngdarbylgjur gera þær það í mun meira magni en aðrir hlutir, svo að það ætti að hægjast tiltölulega hratt á því. Annars skoðaði ég betur Kerr svartholin og jöfnur hans gera ráð fyrir að svarthol snúist með föstum hraða (engin hröðun). Svo líklegast eru til svarthol sem hægja á sér og önnur sem ekki gera það (skv. tilgátum manna), ég er bara ekki viss.
Láttu mig endilega vita ef að þú finnur eitthvað út úr þessu ;)
Já, hún gæti það fræðilega. Hinsvegar eru engin svarthol eða ,,tilvonandi svarthol" það nálægt okkur að nokkuð slíkt gerist á næstunni.
Það eru nú til lýsingar á því hvernig það væri að upplifa slíkt (ef þú myndir ekki drepast strax), þú getur skoðað bók Stephen Hawking sem heitir Saga tímans, en þar er lýst gróflega hvernig geimfari myndi upplifa slíkt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..