Alheimurinn varð til við Miklahvell skv. kenningum okkar, en það er bæði kenning og sá tímapunktur sem að alheimurinn myndaðist við. Sjá:
http://en.wikipedia.org/wiki/Big_Bang Getur einnig skoðað bók sem heitir Saga tímans ef að þú vilt nokkuð ýtarlega skýringu (finnur hana pottþétt á bókasafni).
Þar sem að al-heimurinn afmarkast við allt efni í heiminum getur þú ekki farið
út úr alheiminum, þ.e. ef að þú gætir ferðast að endimörkum alheimsins og þú myndir stinga hendinni
út, værir þú enn þá inn í alheiminum því að þú ert hluti af honum og eins og áður sagði afmarkast hann við allt efni í honum svo að með því að stinga hendinni fram værirðu að stækka
alheiminn.
Hinsvegar verðum við að átta okkur á því að við getum ómögulega nálgast endamörk alheimins með nútímatækni.
Það sem að væri fyrir utan alheiminn væri hluti af honum, ef þú skilur hvað ég er að segja, þ.e.a.s. ekkert utan við hann.