Sko, ástæðan fyrir því að maður hugsar að 0.999… er endalaus er vegna þess að maður sér ekki fyrir endan á henni. Það er erfitt að ganga úr skugga um það, en stærðfræðin skilgreinir tölurnar sem endalausar.
Alheimurinn sem við lifum í (það er hugsanlegt að þeir séu fleir) er eftir því sem að við fáum best séð ekki endalaus. Það er samt mótsagnarkennt þegar maður hugsar sér, hvað gerist ef að maður fer út að endimörkum alheimsins og stingur hendinni út, svarið er því miður að þú ert enn þá í alheiminum því að þú ert hluti af honum og um leið og efni (þú) ferð utar þennst alheimurinn bara út. Einnig er heimurinn talinn þenjast út og þenjast hraðar og hraðar út. Svo miðað við menn, verður að segjast að hann er okkur endalaus, því við getum ekki komist að honum ef hann er raunverulega til.
Þetta er algjör steypa líklegast, en málið er að það er ómögulegt að vita þetta ;)