Að segja að geimverur séu til er yfirleitt byggt á mun betri rökum heldur en að segja að geimverur séu *ekki* til. En í dag, eins og ég hef áður sagt, eru þeir sem afneita tilvist geimvera nánast eingöngu ofsatrúarmenn af hinum ýmsu trúarbrögðum. Að fullyrða að geimverur séu ekki til, er eiginlega ekki hægt að kalla neitt nema þröngsýni. Það er hægt að kalla það óskhyggju að við munum nokkurn tíma komast að því hvar þær eru eða hvernig þær líta út, en mér finnst menn of oft gleyma hversu ÓGEEEEÐSLEEEEGAAA STÓR hinn þekkti alheimur er, og jafnvel þó að við höfum bara það, er hinn *óþekkti* alheimur mjög augljóslega prilljón, skrilljón sinnum stærri en sá sem við þekkjum í dag.
Og með tilliti til þess að samþykkt þykir vísindalega að líf kvikni einfaldlega við ákveðin skilyrði, þá er það vægast sagt óendanlega hæpið að hvergi annars staðar í heiminum sé líf.
Hvort geimverur séu að heimsækja jörðina af og til, það veit ég nú ekki.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is