Ég hef oft pælt í þessu. Hvað ef að loftsteinn væri á braut til jarðar? Myndir þú þá vilja vita af því og þurfa að búast við því eða bara lifa lífinu og frétta svo af því þegar að þú sérð fólk úti á götu öskrandi og lemjandi hvort annað í ofboði?
Ég myndi velja seinni kostinn.
En hvað ef að lofsteininn væri ekki svo stór að hann þurrkaði út jörðina eða allt líf á henni, heldur að kannski helmingur Bandaríkjanna myndi fara? Hugsið ykkur hvað það væri skrítið. Það þyrfti að rýma heilu borgirnar og bæina. Síðan væri bara auður blettur á landakortunum það sem eftir væri. (Allavega í langan tíma)