Ég hef líka séð eitthvað undarlegt á himni sem erfiðara er að finna rökræna skýringu á en það sem þú sást krikri. Það eru nokkur ár síðan… Þetta var um ‘95 eða ’96 þegar einhver stór halastjarna átti að fara framhjá jörðinni sem þessi halastjarna gerir bara á held ég 100 ára fresti eða eitthvað (ég man það ekki alveg)… En anyway, það var seint um nótt og ég bý í Seljahverfi og ég sé þar allan Vatnsendan beint út um stofugluggan og brot úr hala stjörnunnar áttu að falla til jarðar og sjást vel yfir Vatnsendanum vinstra megin við húsið á toppnum. Ég, bróðir minn og mamma vorum vakandi en sáum voða lítið nema hvað hægra megin við húsið inná milli skýja í smá kvöldsólarroða sá ég ljós sem var eins og stjarna en hreifðist eitthvað í hringi og upp og niður og í allskonar lykkjur. Svo hægði það á sér og þaut síðan út í buskann. Ég varð fyrstur vitni að þessu en bróðir minn og mamma voru ekki í glugganum á meðan en ég kallaði á þau og ég man að þau hefðu séð þetta líka en samt muna þau mjög lítið eftir þessu núna. Ég fann svo seinna gamla grein um heiti á hegðun ýmissa FFH og þar var sagt frá því sem ég hafði séð… Þetta atvik varð til þess að ég fékk áhuga á FFH, geimverum og X-Files. ÓTRÚLEGT?
y3kman