það tekur hana rúm 10.000 ár að fara í kringum sólina og sporbraut hennar er engan vegin fullkominn hringur svo það er skiljanlegt að hún uppgötvist ekki nema núna því hún er sennilega komin það nálægt jörðinni að einhver tók eftir henni, hún er líka óhemju lítil. Auðvitað er skiljanlegt að enginn hafi því fundið hana fyrr en núna með betri tækni og minni fjarlægð, ímyndaðu þér Galileo að reyna að leyta af henni með kíkinum sínum þegar hún er í svo hrikalega langri fjarlægð.
“Nema þetta sé bara stjarna” Stjörnur eru brennandi gashnettir sem gefa frá sér mikið ljós vegna kjarnasamruna samanber sólinni okkar.
Plánetur eru fylgihnettir stjarna sem endurkasta ljósi frá stjörnum. Plánetan getur ekki verið stjarna því þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir og ef Zedna væri sól þá hefði Galileo ekki haft nein vandræði með að sjá hana í kíkinum sínum og jafnvel án hans og sömuleiðis homo erectusarnir á sínum tíma.