Mér þætti gaman ef einhver hérna hefði orðið var við eitthvað undarlegt í háloftunum mánudagskvöldið 15. mars um kl 22:40. Var í kvöldgöngu með vinkonu minni og virtum við fyrir okkur stjörnudýrðina sem fyrir augu bar. Hún er mjög jarðbundin hún vinkona og trúir engu nema staðreyndum, en það sem við sáum þá um kvöldið gerði hana alveg kjaftstopp. Þetta var greinilega risastórt, hringlaga og fór hratt yfir. Reyndar ekki mjög greinanlegt og það sem í raun gerði þetta sýnilegt var hver áhrifin voru á það sem í kringum það var. Eins og þetta nýtti sér umhverfið til að felast í. Hljómar kannski fjarstæðukennt enda er það líka raunin. Ég er svosem ekkert að halda neinu sérstöku fram, hef oft séð stjörnu- eða loftsteinahrap sem er gjörólíkt þessu, en sá þetta einhver annar en við tvö? Við vorum stödd við Hvaleyrarvatn og þaðan séð virtist þetta vera yfir Heiðmörkinni. Gæti þó hafa verið mun norðar. Með von um viðbrögð, Heyr.