Stjarnfræðingar hafa hugsanlega fundið 10. og fjarlægustu reikistörnuna í okkar sólkerfi. Er hún í 12,9 milljarða km fjarlægð frá jörðu og þvermálið allt að 2000 km. Er hún þá nokkuð minni en Plútó. Reikistjarnan, sem hefur verið gefið Sedna eftir sjávargyðju inúíta, fannst fyrst í nóvember síðastliðnum með sjónauka Palomar-stjörnurannsóknastöðinni austur af San Diego og síðar með Spitzer-geimsjónaukanum en honum var nýlega komið á braut um jörðu.
Mike Brown hjá tækniháskólanum í kaliforníu,sem fór fyrir hópnum,sem fann Sedna , segir að líklega fari hitastigið aldrei upp fyrir 200 gráðna frost á celsíus sem þýðir að Sedna er líklega kaldasti hlutur í sólkerfinu.Braut hennar er sporeskjulaga um sólina og tekur hver umferð 10.500 ár. miklar deilur eru enn um hvort að Plútó eigi að vera talin sem reikistjarna og verða líklega ennþá meiri deilur um Sedna.
allar uppl. fengnar úr morgunblaðinu 16. mars.