Mér hefur alltaf þótt það vera skemmtileg kenning, að tunglið sé komið frá jörðinni. Áhugamenn benda oft á það að tunglið sé jú hnattlaga og jörðin einnig… en gleyma því þá að við erum að tala um stjarnfræðilegan tíma, sem er… FÁRÁNLEGA langur tími, og með tímanum leitast hlutir til að verða kúlulaga í geimnum, eðlilega.
Allavega… ég veit ekki. Einhvern tíma heyrði ég í manni sem sagði að vísbendingar væru til fyrir því að leifar af risaeðlum væri að finna á tunglinu… ég veit nú ekki alveg hvað mér finnst um það. Ég held að ef tunglið sé af jörðinni komið, sé miklu lengra síðan heldur en síðan lífverur fóru að actually vappa um. Það væri þá ekki nema kannski á því tímabili sem sjálfmeðvitaðar lífverur voru rétt að koma fram.
Annars ætla ég að taka fram sem oft áður að þetta eru bara pælingar í mér. :) Ég veit sirka hvenær flestar risaeðlur voru uppi og tel mig þekkja ágætlega til áhrif tímans í geimnum miðað við áhugamann… og mér finnst 65 milljón ár full stuttur tími fyrir 1/6 af jörðinni að klöngrast út og verða kúlulaga… og að jörðin yrði aftur græn og frjósöm eftir þennan tíma finnst mér líka mjög hæpið.
Við erum notlega ekki að tala um neitt smá skaðræðis ferlíki, þetta blessaða tungl. :)<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is