Það eru nú heilmiklar rannsóknir á andefni í gangi. Stephen Hawking sýndi til dæmis fram á að hægt er að sjá Svarthol því þau geisla frá sér svo kallaðri Hawking geislun (nefnt eftir Stephen), en sú geislun stafar af því að við sjónhvörf svarthols (e. event horizon) eru sífellt að myndast (og eyðast) eindir og andeindir þeirra, en hluti af þessum eindum (eða andeindum) hverfur inn fyrir sjónhvörfin á meðan restin sleppur úr þyndgarsviðinu, og stafar því frá svartholinu sem öreinda geislun.
Varðandi ferðalag til Rigil Centauri (Alpha Centaurus A) þá er hún í 4,3 ljósára fjarlægð og því er ekki hægt að komast þangað á skemmri tíma en 4,3 árum (ef maður ferðast á ljóshraða).
Einhvern veginn finnst mér að við ættum fyrst að einbeita okkur að okkar eigin sólkerfi áður en við förum að nema önnur.
Hér má svo lesa um rannsóknir á andefni: <a href="
http://livefromcern.web.cern.ch/livefromcern/antimatter/">
http://livefromcern.web.cern.ch/livefromcern/antimatter/</a