Ég er ekki nógu orðheppinn til að segja nokkuð af viti hér.
Sannspá vísindaskáldsaga?!?!
Ég var að ljúka við að lesa Nights Dawn trylogiuna eftir Peter F. Hamilton núna nýlega. Þetta er þvílík lesning þar sem bækurna þrjár eru allar yfir 1000 bls. En frammtíðinni sem er líst í þessum bókum finst mér alveg mögnuð. Búinn að vera spá mikið í því hversu trúlegt þetta er allt saman. Menn voru búnir að skrifa bækur um kafbáta og tunglferðir löngu áður en nokkrum datt í hug að mögulegt væri að framkvæma hvort tveggja. Ef einhver hefur lesið söguna endilega látið mig vita hvað ykkur fanst og hvort þið hafið eitthvað spáð í þessari pælingu hvort “neuralnanonics, adamist, edenist og ZTT drive” sé framtíðinn. Það væri ekki leiðinlegt. :)