Langi og mjói sjónaukinn mundi vera linsu kíkir, en sá stutti og breiði er spegilsjónauki, líklegast af Cassegrain gerð.
Í venjulegum handsjónaukum sést myndin rétt, það er upp snýr upp og hægri er til hægri, því er eðlilegt að spyrja hvers vegna er það ekki þannig í stjörnusjónaukum líka?
Ástæðan fyrir því að myndin snýst við er sú að linsur og speglar hafa þessi áhrif (þú getur sannreynt þetta með því að horfa í gegnum stækkunargler sem haldið er með útréttri hendi). Þetta gerist líka í handsjónaukum, nema í handsjónaukum er bætt við einni linsu sem leiðréttir þennan viðsnúning.
En hvers vegna er þá ekki bætt við svona linsu í stjörnusjónauka? Ástæðurnar er fyrir því eru tvær. Í fyrsta lagi þá tapast ákveðin gæði við það, linsur eru aldrei fullkomlega gagnsæar þannig að einhver hluti af ljósinu speglast aftur til baka frá linsunni og því viljum við halda fjölda linsa í lámarki. Í öðru lagi, þá skiptir þessi speglun sára litlu máli við stjörnuskoðun. Það að einhver punktur sé hægra eða vinstrameginn við einhvern annan punkt skiptir ekki höfuðmáli þegar maður horfir í gegnum sjónaukann. Einna stærsti gallinn við þetta er að það verður nokkru erfiðara fyrir óvana að finna hluti á stjörnuhimninum, en það vennst þó fljótlega.
Á <a href="
http://club.snerpa.is/astro/scopes/val/“>heimasíðu</a> Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness má finna upplýsingar um mismunandi gerðir stjörnusjónauka og leiðbeiningar um val á þeim.
Hjá <a href=”
http://science.howstuffworks.com/telescope.htm">howstuffworks.com</a> er að finna langa og ýtarlega grein um stjörnusjónauka. Hér eru líka góðar skýringamyndir.
Hér eru svo url-in ef linkarnir klikka:
SSFS =
http://club.snerpa.is/astro/scopes/val/howstuffworks =
http://science.howstuffworks.com/telescope.htm