Ég ætla ekki að kalla þig lygara, en ég verð að segja fyrir mig að mér finnst vægast sagt ólíklegt að þú hafir séð eitthvað sem tengdist geimverum.
Menn gleyma því oft hvað það eru stjarnfræðilega margir hlutir sem geta áorkað undarleg teikn á himni.
Ég hef ekki séð svona sjálfur, og þó að ég hafi óvenju lítið álit á Arthur C. Clarke ætla ég samt bara að segja eins og hann… ef mér byðist að ganga yfir götu til að sjá fljúgandi furðuhlut kæmi það ekki til greina að ég ómakaði mig svo mikið til þess eins.
Og eins og hann hef ég ekki áhuga á þessum teiknum á himni nema það sé þá beinlínis líkt geimskipi, og þá varla nema viðkomandi komist í bein tengsl við geimverurnar sjálfar, hvort sem þær eru bara að kíkja í heimsókn eða að draga mann með á fyllerí úti í rassgati. Og þá er ég fyrst farinn að hafa áhuga.<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is