Skv. afstæðiskenningunni er ekki hægt að fara á meira en ljóshraða, og reyndar áttu ekki einu sinni að geta farið á sjálfan ljóshraða nema vera massalaus. (til að fara hraðar þyrftirðu að hafa neikvæðan massa, og þú þyrftir að geta tekið kvaðratrót af neikvæðri tölu, það er svosem hægt að taka kvaðratrætur af neikvæðum tölum með tvinntölum, en þá endarðu samt með neikvæðan massa, sem er eitthvað sem er ekki gert ráð fyrir að sé til, en maður veit samt aldrei)
Það segir svosem enginn að afstæðiskenningin sé 100%, en hún passar miðað við allt sem við vitum, og það er engin ástæða til að ætla að Einstein hafi haft rangt fyrir sér eins og stendur.
Ef þú kæmist á ljóshraða myndirðu ferðast á 300.000km/sek hraða á milli staða, en fyrir þér sjálfum myndu öll ferðalög taka 0 sekúndur, af því að þegar menn nálgast ljóshraða styttast vegalengdir fyrir þeim, þó að vegalengdirnar séu óbreyttar í augum áhorfenda. (reyndar myndu vegalengdirnar líka verða neikvæðar fyrir þér ef þú kæmist á meira en ljóshraða, svo allt þetta “hraðar en ljós” dæmi er mjög snúið, skv. nútíma eðlisfræði)
Ég er einmitt að læra um afstæðiskenninguna í eðlisfræði um þessar mundir.