ég leit bara upp í himininn ekkert undarlegt við það, og getiði hvað ég sá!
Ljós….aha ég hugsaði með mér “Riite bara flugvél”. Ég ætlaði að halda áfram að horfa á sjónvarpið og ég fékk mér að drekka inn í ísskáp þegar ég kom aftur var ljósið á nákvæmlega sama stað og áðan (kannski 2 min liðnar!).
Ég hugsaði að það hlyti að vera þyrla en viðurkenni að mér kom ufo þegar í hug!
Alla vega svo byrjaði það að fikra sig áfram bara eins hratt og venjuleg flugvél/þyrla En svo SNERI það við, tók engan sveig eða neitt bara fór í hina áttina. Það flaug þónokkuð hraðar en áður og SNERI sér aftur við og flaug uppá við.
Þarna var ég alveg ‘stunned’ og horfði á þetta rauða ljós fljúga út fyrir sjóndeildar hring minn á MJÖG miklum hraða (þ.e.a.s. upp fyrir gluggann), ég reyndi að sjá það áfram og hljóp að glugganum og leit upp en það var horfið!
Ég verð að segja að ég var heldur sleginn og hugsaði mikið um þetta ég er ekki 100% trúr því að þetta hafi verið ufo en verð að segja að þetta var meira en lítið skrýtinn (spooky?) atburður!
Allavega það var hánótt þegar þetta gerðist (3) og ég gat því ekki séð ‘form’ þessarar furðuhlutar. ég vil spyrja hversu margir hafa lent í svona?<br><br>Ha?
Stranger things have happened