Til að horfa í sólina er langt best að horfa í gegnum rafsuðugler eða dökk logsuðugler.
Það er hópur af verslunum sem selur þessi gler og þau kosta nánast ekki neitt. Gangið bara inní næstu rafsuðu verslun og biðjið um gler í rafsuðuhjálm með styrkleikanum 9-10. Það eru til nokkrar stærðir af þessum glerjum en það ætti ekki að skipta ykkur neinu máli því ekki látið þið þetta í hjálm :)
Hvert gler kostar um 50-100 krónur minnir mig og því ættuð þið að grípa eitt fyrir hvern fjölskyldumeðlim.
Ef þið lendið í algjörri neyð og hafið ekki neitt farið þá á næstu bensínstöð og kaupið filmu. Dragið út 20cm af filmunni og klippið af. Það á að vera óhætt að horfa í gegnum óátekna filmu í sólina. Filman er mun ódýrari en augnlæknir næstu 10 árin.
Búðir sem selja rafsuðugler eru tildæmis Jak h/f hafnarfirði, Sindri rvk, Héðinn garðabæ.
Kveðja Gabbler.
ps. Í hvert skipti sem sólmyrkvi verður í heiminum verða hundruðir manna fyrir augnskaða…. ekki verða einn af þeim.<br><br>“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”
<a href="http://fhingar.is">FH</a
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”