<font size=“6”><b>Venus: Ástarstjarna og gróðurhús</b></font>
Reikistjarnan Venus er kennd við ástargyðju rómverja.
Þegar birta Venusar er mest er hún bjartasti himinhnötturinn fyrir utan sól og tungl en þess á milli er hún daufari og sést jafnvel ekki fyrir sólinni. Þar sem braut henar er minni en braut jarðar fer hún aldrei mjög langt frá sólu á himninum.
Þess vegna er hún ýmist <b>morgunstjarna</b> eða <b>kvöldstjarna</b> en á miðnætti er hún neðan sjóndeildarhrings.
Venus hefur um það bil sama þvermál, massa og þéttleika og jörðin. Þess vegna kölluðu stjörnufræðingar hana í eina tíð tvíbura jarðar. Menn gerðu sér jafnvel í hugarlund að gífurleg höf og regnskógar væru á Venusi eins og á jörðinni.
Áratugum saman gat enginn verið viss um hvað væri hæft í þessu. Þessi óvissa stafaði af því að yfirborð stjörnunnar er hulið sjónum okkar undir samfelldu skýjaþykkni. Frá jörðunni sást ekkert af Venusi nema þessi gulleitu ský. Nýlega hefur hins vegar tekist að kort leggja yfirborð reikistjörnunnar úr geimförum. Sérstök geimför hafa lent á yfirborðinu og sent til baka upplýsingar og ljósmyndir. Það sem hér fer á eftir er byggt á gögnum sem aflað hefur verið með þess konar geimförum.
Þegar þá nálgast Venus í geimfari þínusýna mælitæki þín vindhraða sem nemur 350 km á klukkustund í efri skýjalögum reikistjörnunnar. Þegar þú kemur niður í gulu skýin kemstu að því aað þau eru ekki gerð úr vatni eins og skýin hér á jörðinni, heldur eru droparnir í þeim úr brennisteinssýru. Ef þú ferð ennþá dýpra inn í þennan fjandsamlega gashjúphækkar hiti og þrýstingur mjög. Brennisteinssýrurigning fellur gegnum skýin en gufar upp á miðri leið og kemst aldrei niður á yfirborðið. Lofthjúpurinn þar er úr koltvíoxíði og baðaður hrollvekjandi rauðgulum ljóma. Hitinn fer allar götur upp í 480 °C, jafnvel hærra en á Merkúríusi. Ekkert vatn hefur fundist á Venusi. Þukkur gashjúpurinn þjappast að þér með 91 sinni meiri þrýstingi en á jörðinni svo að það er eins gott að búningur þinn sé sterkur.
Á yfirborði Venusar blasa við þér gljúfur og gígar og auk þess víðáttu miklar sléttur. Á Venusi eru auk þess nokkrar hásléttur á stærð við meginlönd jarðar. Fjöllin eru alveg eins há og hér og telja vísindamenn að þau hafi orðið til í eldgosum.
Frá yfirborðinu sér alls ekki til sólarvegna skýjaþykknisins. En ef þú gætir séð sólina mundi þér bregða heldur betur því hún kemur upp í vestri og sest í austri,öfugt viðþað sem við erum vön hér á jörðinni. Þetta stafar af því að snúningur Venusar miðað við sól er frá austri til vesturs en ekki frá vestri til austurs eins og hjá nær öllum öðrum reikistjörnum. Stjörnufræðingar kalla slíka hreyfingu <b>bakhreyfingu</b>. Annað sem er óvenjulegt við hreyfingu Venusar er það að hún snýst afar hægt um möndul sinn, eða einn hring á 243 jarðardögum.
Hvers vegna er Venus, sem er næsti granni jarðarinnar, svo gerólík henni? Hvers vegna er svona heitt og þurrt þar? Fyrir milljónum ára, þegar sólarkerfið var ennþá að mótast, var sólin kaldari en hún er núna. Þá kann að vera að Venus hafi verið þakin hafi sem náði um allan hnöttinn. Raunar má enn þann dag í dag finna leifar af strandlínum og sjávarseti. En þegar sólin hitnaði fór vatnið í hafinu að gufa upp. Þetta vatn stuðlaði að því að varmi lokaðist inni með þeim hætti sem kallað er <b>gróðurhúsaáhrif</b>. Þau verða vegna þess að varmi lokast inni fyrir neðan skýin.
Þegar hitinn hækkaði enn gufuðu úthöfin alveg upp. En eftir að allt vatn var horfið af yfirborði Venusar héldu gróðurhúsaáhrifin samt áfram. Hvers vegna? Gashjúpur Venusar er aðallega koltvíoxíð. Vísimndamenn halda að mest af þessu koltvíoxíði komi frá eld gosum. Koltvíoxíð lokar varmann inni eins og vatnið gerði áður. Þetta eru raunar einmitt gróðurhúsaáhrif af sama toga og menn hafa nú mestar áhyggjur af á jörðinni. En þetta verður til þess að skuggahliðin á Venusi verður næstum jafnheit og sú hlið sem snýr að sól, þrátt fyrir að nóttin sé löng eins og áður var sagt.
Þetta varí bókinni: Sól, Tungl og reikistjörnur, kennslubók<br><br><font color=“fire”><p align=“center”><i>Ash nazg durbatulûk, ash nazg gimbatul, ash nazg thrakatulûk
agh burzum-ishi krimpatul.</i>
————————————-
<i>One Ring to rule them all, One Ring to find them, One Ring to
bring them all and in the Darkness bind them.</i></p