Nóttina 18.-19. Nóvember um 4 leitið mun jörðin fara í gegnum eitt Leonids ský. Það má búast við að sjá á milli 500-1000 stjörnuhröp á klukkutíma, eða 8-17 á mínútu. Jörðin fer síðan aftur í gegnum annað stærra ský um kl 10:30.
Þetta er eitthvað sem að ætti að fá alla stjörnuáhgumenn til að skreppa út fyrir borgarljósin og horfa upp í himininn. En því miður er fullt tungl þessa nótt og mun birtan af því skyggja á mörg hröpin.
Leonids stjörnurigningin orsakast af afgöngum af Temple-Tuttle halastjörnunni sem hún skilur eftir sig þegar hún fer nálægt sólinni á 33 ára fresti. Jörðin fer í gegnum “ský” af þessum afgöngun um þetta leiti ár hvert.