Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvernig villt dýr haga sér í þyngdarleysi? Jæja, ég hef gert þónokkuð af því og þrátt fyrir að góna öllum stundum á Discovery Channel þá hefur þessari spurningu minni aldrei verið svarað til fullnustu. T.d með fuglana; ætli þeir geti blakað vængjunum og svifið tignarlega um í þyngdarleysi eða ætli þeir líti út fyrir að vera í krampakasti og hafi enga stjórn á svifi sínu líkt og menn virðast hafa, fljótandi um í þessum blessuðu blikkdósun alsvertunnar. Hvað þá með öll hin blessuðu dýrin. Fjórfætlingana, snákana og hvað þá fiskana. Ímyndið ykkur að taka fiska og setja þá í fiskabúr sem er stútfyllt af vatni og setja svo fiskabúrið í þyngdarleysi. Hvernig ætli fiskurinn hagi sér? Ætli hann átti sig á því að hann sé í þyngdaleysi því loftmagi hans geri ekkert gagn eða ætli hann plummi sig bara vel og haldi áfram með lífsins vana gang. Fyrir mína parta þá myndi ég gjarnan vilja lesa og helst sjá e-ð um þetta efni. Svo maður haldi áfram með pælinguna. Hvernig ætli fóstur dafni og vaxi í þyngdarleysi, eða ætli það geri það yfir höfuð, og ekki eru þá eggin komin til sögunnar. Haldiði að mannfóstur sem myndi vaxa úti í geiminum yrði frábrugðið okkur. Hærra, breiðara, með langa granna vöðvalitla útlimi og GRÆNT. Ætli það. En hvernig veit maður! Jæja að lokum skulum við ímynda okkur að mús og köttur hefðu lokast inni í seinustu Apolloskuttlunni og að enginn hafði tekið eftir því. (Ólíklegt, en látið þetta eftir mér). Svo dag einn á snuðri um skuttluna hittast músin og kötturinn og kötturinn stekkur á eftir músinni. Hvernig verður eftirförin…. Berjast útlimir dýranna allir í sitt hvora áttina og engum verður ágangt, eða á hegningarlagabrot sér stað.