Árið 1957 sendu Sovétmenn fyrstir manna, á loft gervitunglið Spútnik. Þessi gervihnöttur var í raun ekkert annað einfaldur sendir. En þó vissulega stórt stökk í þágu geimvísindana. Í raun gerðu sovétmenn sér ekki grein fyrir hvað þetta atvik þýddi. Einungis birtist lítil grein í frá Tass frétta stofunni um þetta. En í Times og á Vesturlöndum fór allt á annan endann. Nú gátu Sovétmenn með eldflaugum náð til Vesturlanda. Útfrá þessu hófst kapphlaupið um geiminn. Þróunin var svo ör að seint á sjöunda áratugnum voru BNA menn komnir til tunglsins.
Þó að báðir aðilar hafi verið í barnalegri keppni. Þá hafa tækni nýungar og framfarir aldrei verið eins örar og einmitt á dögum kalda stríðsins.
Nú hefur nasa aðeins brot af þeim fjárlögum sem það hafði þá. Þó hefur núverandi forseti sagst ætla að láta þennan málaflokk fá hærri greiðslur.
Ég tel að yfir höfuð,leiði almenningur ekki hugann að því hversu ótrúlegur geimurinn er. Hann er hluti af náttúrunni en flest allir telja náttúruna vera veðrið.
Í raun ættu að vera löngu komið einhverskonar alþjóða geimstofnun. Þar sem öll lönd borgi ákveðna prósentu af þjóðartekjum til. Þá gætum við loks farið í næsta skref mannkynsins, könnun geimsins. Enda líka löngu kominn tími til að við hættum að pæla í trúarbrögðum og andadýrkum.
Það er geimurinn sem geymir lykla framtíðarinnar.
Kv. 1til2