Aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst 1995 henti undarlegt atvik tvö reykvísk ungmenni. Þessi ungmenni eru sautján ára stúlka og piltur sem eru kærustupar og búa í austurhluta Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað um miðja nótt á Miklubrautinni þar sem þau voru á ferð í bifreið sinni og biðu á rauðu ljósi við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í austurátt. Þá gerðist það að mjög sterkt ljós skall beint ofanfrá á bifreiðna með miklum dynk. En án þess að þau hafi á nokkurn eðlilegan hátt tekið eftir því þá virðist eins og þau hafi misst á þessu stutta augnabliki um það bil hálftíma úr nóttinni og úr minni sínu án þess að geta hið minnsta gert grein fyrir hvernig það gæti hafa gerst.
Þessir einstaklingar höfðu strax sambandi við okkur í FÁFFH og sögðu okkur frá þessum afar merkilega atburði strax daginn eftir að hann átti sér stað. Langaði þeim fyrst og fremst að vita hvað við teldum að þetta undarlega ljós og hljóð gæti eiginlega hafa verið. Þegar þetta gerðist var klukkan rúmlega hálftvö (kl. 01:30) að nóttu þessa afdrifaríka dags, (fimmtudaginn 10. ágúst 1995).

Stöðvuðu á rauðu ljósi.

Af engum sérstökum ástæðum fengu þau sér smábíltur um borgina svona rétt fyrir svefninn. En þessa nótt gekk á með rigningarúða á milli uppstytta. Og þar sem þau óku austur Miklubrautina komu þau að rauðu ljósi á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Stuttu áður þar á Miklubrautinni, aðeins nokkur hundruð metrum vestar, litu þau á klukkuna og sáu hve áliðið var orðið og ákváðu þá að halda heimáleið, í stað þess að aka frekar um bæjinn. Þau voru farin að hafa áhyggjur út af því hve margt klukkan væri orðin því þau þyrftu að vakna morguninn eftir. En klukkan var þá orðin rúmlega hálftvö. Bar þeim saman um það báðum í samtali þeirra þarna í bílnum hvað klukkan nákvæmlega var þá. Þegar þau síðan nálguðust umferðarljósin þá var rautt ljós á þeirra akrein. Svo þau hægja auðvitað á bifreiðinni og staðnæmast að lokum við stöðvunarlínuna. Stúlkan ók bílnum, en pilturinn sat við hliðina á henni frammí í farþegasætinu.

Allt í einu skall sterkt ljós beint ofanfrá á bifreiðina.

En þar sem þau biðu þarna á gatnamótunum eftir grænu ljósi vita þau ekki fyrr en mjög sterkt ljós skellur á bílnum einhversstaðar beint ofanfrá. Vissu þau ekkert hvaðan þetta ljós kom, annað en það að það virtist koma nánast beint ofanfrá á þak bílsins og vélahlífina. Um leið og þetta sterka ljós skellur á bifreiðinni kom allmikill hvellur með. Urðu þau bæði dauðskelkuð og vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið, né hvað þetta væri eiginlega eða gæti verið. Tóku þau þá líka eftir því að enginn annar bíll var á ferðinni þarna á þessum annars fjölförnu gatnamótum, hvorki akandi né bíðandi við umferðarljósin, svo ekki gat ljósið né dynkurinn komið frá neinni annari bifreið. Auk þess sem ljósið kom beint ofanfrá á bifreið þeirra svo fátt mannlegt virtist hafa getað orsakað þennan hávaða, hvað þá sterka ljósið þarna í nóttinni. En þau höfðu einskis orðið vör frammað þessu. Og engin flugvélaljóð eða þyrluhljóð heyrðust heldur nálæg.

Urðu mjög undrandi.

Fóru þau strax á eftir að ljósið og dynkurinn kom að bera saman bækur sínar þarna á meðan þau biðu eftir græna ljósinu, og einnig síðan eftir að það kviknaði og þau óku af stað, - hvað þetta eiginlega hafi verið. En að sjálfsögðu var vægast sagt lítið um svör við ráðgátunni hvað þetta mögulega gæti hafa verið. Ræddu þau þetta alla leiðina heim og lengi á eftir, - og reyndar meira og minna allan daginn á eftir. Svo mikið að þau sáu sig knúin til að hringja í okkur í FÁFFH (Geimveruvinafélagið), vegna m.a. sjónvarpsviðtals við Magnús H. Skarphéðinsson stjórnarmann í félaginu daginn áður um geimverur og FFH á Stöð2 í tengslum við væntanlegan aðalfund félagsins og spurja okkur hvað þetta gæti eiginlega hafa verið.

Misstu út ca. hálftíma.

Fljótlega á eftir að ljósið skall á bílnum og hvellurinn eða dynkurinn heyrðist litu þau á klukkuna í ringulreiðinni og hræðslunni þarna í bifreiðinni. Sjá þau þá að um það bil hálftími hafði liðið frá því þau litu síðast á klukkuna, það var aðeins rétt nokkur hundruð metrum vestar á Miklubrautinni, sem er rétt sa. 30 til 50 sekúndna aksturfjarlægð frá ljósunum þar sem atvikið gerðist í mesta lagi, og klukkan var allt í einu hálftíma meira, en ekki hálfri eða einni mínútu meira eins og allt venjulegt fólk hefði gert ráð fyrir. Urðu þau þá fyrst fyrir alvöru almennilega smeyk eftir að þau gerðu sér þetta ljóst. En þau gátu að sjálfsögðu ekki með nokkru móti skilið hvernig á því stæði að hálftími hafði horfið þarna, að því er svo greinilega virtist á aðeins örfáum augnablikum. Og lái þeim það hver sem vill undir svona kringumstæðum.

Hætti að rigna á meðan.

Pilturinn tók eftir því eftir að þetta gerðist að það hafði ringt þegar þau biðu á rauða ljósinu þarna í bílnum, en þegar ljósið sem skall á bílnum og dynkurinn voru afstaðin þá var allt í einu hætt að rigna. Þau bentu að vísu á það að hér á Íslandi hættir og byrjar að rigna nánast eins og fingri sé smellt stundum. Svo það sem slíkt sé svosem engin sérstök sönnun þess að þessi hálftími hafi liðið. Þetta gæti hins vegar verið smávísbending fyrir því að þessar raunverulegu 30 mínútur hafi liðið án þess að minni þeirra eða meðvitund hafi það í geymd sinni í dag.

Mörg dæmi lík þessu þekkt erlendis.

Mýmörg dæmi úr sannanlegum brottnámstilfellum af völdum geimvera eru slík að “fórnarlömb” brottnámsins missa svo og svo langann tíma úr minni sínu án þess að hafa minnstu hugmynd um það sjálf, enda grunar þau sjálf ekkert um málið að jafnaði. Það er ekki fyrr en af einhverjum afar sérstökum ástæðum, sem annars mjög sjaldan gerist, að FFH-áhugamönnum eða öðrum slíkum aðilum berast svona tilfelli í hendurna, að hægt er til dæmis að láta dáleiða viðkomandi og ná út úr dulminni þeirra eða undirmeðvitund hvað raunverulega virðist hafa gerst þennan “tínda” tíma í lífi þeirra.

Brottnám líklegasta skýring sé frásögnin af tímanum rétt.

Sem hugsanlega hugleiðingu um atburðarásina þarna á staðnum, þá er ekkert erfitt að hugsa sér að um mögulegt geimverubrottnám sé að ræða í tilfelli þessara sautján ára reykvísku ungmenna. Einkum í ljósi allra erlendu frásagnanna og rannsóknanna á svipuðum tilfellum. Um það er að sjálfsögðu ekkert er hægt að fullyrða um í dag enn sem komið er. En a.m.k. greinilegt er að hinar hugsanlegu eða meintu geimverur, eða aðrar verur eða vitsmunir sem gætu hafa verið á bak við þetta merkilega mál, hafi þá augljóslega ekki “þurrkað út” nægjanlega langan kafla úr minni þessara einstaklinga svo þeim rynni neitt í grun að eitthvað undarlegt hafi gerst. A.m.k. þyrftu þessar hugsanlegu “vitsmunaverur” ekki að hafa bakkað nema einni til tveimur sekúndum lengra í minnisútþurrkun parsins umrædda, hafi verið um það að ræða á annað borð, svo þau myndu ekki einu sinni eftir sterka ljósinu á bílinn ofanfrá, eða eftir dynknum. Og þá hefði aldrei neinn grunað eitt né neitt, og þau ekki heldur getað sagt okkur í geimveruvinafélaginu frá einu eða neinu í þessu ef til vill merkilega máli. - Og við hefðum þá að sjálfsögðu ekki getað frætt þau um nokkurn skapaðann hlut um svipuð hugsanleg mál annars staðar frá í veröldinni sem rannsökuð hafa verið þar mun meira þar en hér á landi.

Stúlkan hafði verið á fyrirlestri hjá FÁFFH.

En varðandi kærustuparið og ástæðu þess að þau höfðu samband, þá hafði stúlkan einnig verið á fyrirlestri hjá einum af stjórnarmönnum FÁFFH (MHS) um geimverur og fljúgandi furðuhluti fyrir um hálfu öðru ári síðan, þar sem farið var yfir flest af því merkilegasta sem mannkynið líklegast veit um þessi undarlegu mál í dag. Og stúlkan mundi mjög vel eftir þeim fyrirlestri og flestu því helsta sem þar kom fram. Einkum er varðaði hugsanlegt brottnám fólks erlendis. Táningarnir spurðu okkur mjög margs um þessi mál sem skiljanlegt er og ítarlega. Þegar þeim var sagt hvað hugsanlega gæti hafa gerst urðu þau bæði mjög hissa vægast sagt, en þó ennþá meira smeyk en fyrr. Spurðu þau hvort þau gætu eitthvað meira aðhafst í þessu máli, til að komast að hinu sanna, eða til að fyrirbyggja að slíkt endurtæki sig, og gátum við að sjálfsögðu ekki bent þeim á neitt sérstakt nema að láta hugsanlega einhvern tíman síðar fara með þau í dáleiðslu til að komast að réttum svörum um þennan dularfulla hálftíma sem mögulega hvarf. En ef til vill síðar þegar félagið hefði yfir færum dáleiðara að ráða, eða gæti við útvegað slíkan, þá væri hægt að gera vonandi eitthvað í málinu. En í dag væri líklega ekkert frekar hægt að aðhafast, annað en að athuga hvort þau sakaði ekkert líkamlega. Það væru einu vísbendingarnar að svo stöddu.
(sphinx)