Fyrir þau ykkar sem ekki vissuð það þá er hægt að horfa á NASA TV sem er, eins og nafið segir, sjónvarpsstöð NASA.
Stöðin er því miður ekki spegluð hér á Íslandi svo það getur verið helvíti dýrt fyrir einhvern á tenginu þar sem borgað er fyrir flutning að horfa en trúið mér, það getur svo sannarlega verið þess virði á köflum.
Hægt er að horfa á sjónvarpsstöðina á www.nasa.gov/ntv en þar er að finna tengingar yfir á nokkrar síður sem spegla NASA tv.
Á Nasa TV er að finna “læf” myndir frá IIS, þar eru einnig útsendingar frá NASA fundum, jafnt sem tengjast deep space og svo sólkerfi okkar.
Á Nasa TV eru líka oft spjallþættir og svo mjög góðir fræðsluþættir. Ef að eitthvað merkilegt er um að vera eru svo beinar útsendingar frá atburðunum (eins og sólmyrkvum o.þ.h.)
Mæli endilega með því að fólk kynni sér dagskrána og kíkji.
Kveðja,
Ómar K.
Reason is immortal, all else mortal.