Persónulega tel ég að líf sé á öðrum hnöttum, ekki endilega þróaðra en á okkar plánetu, en líf samt, að halda öðru fram er hroki að mínu áliti.
Mikið hefur verið pælt og spekúlerað um píramidana í Egyptalandi og víðar, einnig Stonehenge í Englandi, ég hef mína kenningu varðandi þessi mannvirki.
Píramídarnir voru smíðaðir að fyrirskiðan Faraóana, no more no less, það kom upp metingur hjá þessum gaukum, einn faraó lét byggja píramída, næsti lét smíða stærri píramída osfrv.
Við þurfum ekki að fara fleiri þúsund ár aftur í tímann til að sjá svona meting í verki, nóg er að skoða nútímann, sjáið keppnina um að byggja hæsta mannvirkið.. stærstu kringluna..og svona má lengi telja. Metingur hefur fylgt mannskepnunni í þúsundir ára, og mun sjálfsagt gera það áfram.
Pælið í ef Eiffel turninn myndi standa næstu 5000 ár !!!..Allar hemilidir um ástæðu byggingar hans væru týndar, það væri öruggt mál að maður framtíðarinnar myndi finna endalausar ástæður fyrir því af hverju Eiffel turninn hefði verið byggður, það myndi alveg örugglega vera hægt að tengja hann á einhvern hátt við stöðu himintungla..eða loftnet til að ná sambandi við geimverur..
Ég er líka með kenningu um Stonehenge.. Þetta var íbúðarhús.. já.. íbúðarhús, er eitthvað óeðlilegt að ríkur einstaklingur á Englandi í gamla daga léti smíða svona hús handa sér? og léti flytja steina og
dót í húsið frá fjarlægum stöðum? Ég meina, það er flutt inn grjót og timbur í ýmis fínni hús á Íslandi frá fjarlægum heimsálfum..bara til að vera flottari en fúll á móti.. engin önnur ástæða..

:)