Margir bandaríkjamenn spyrja sjálfa sig þessara spurningar nú löngu eftir að bandaríkin hafa unnið geimferðakapphlaupið, en NASA var stofnað í þeim tilgangi að vinna geimferðakapphlaupið, og “endaði” það með því að NASA kom mönnum á tunglið.

Ætti þá ekki að vera búið að leggja niður NASA þar sem bandaríkin unnu geimferðakapphlaupið?

Nú áðan las ég frétt á Ananova um það að demokrata þingmaður frá Texas væri búinn að leggja fram frumvarp um að NASA ætti að einbeita sér að því að koma mönnum á Mars, og jafnvel byggja nýlendu þar. En hann segir að fjármagn og tækni sé ekki helsta hindrunin, heldur það eitt að menn setji sér markmið.

Ég tel að þetta sé einmitt það sem hrjáir NASA, að hafa engin markmið.

Árlega er dælt $14,5 milljörðum bandaríkjadölum (1.450.000.000.000 ísl.kr. eða eitt þúsund og fjögur hundruð og fimmtíu milljörðum íslenskra króna) sem eru margföld fjárlög íslenska ríkisins. (ég vona að ég hafi reiknað þetta rétt :)
Ég er alveg viss um að þessi fjárlög séu meira en nóg til að koma mönnum til Mars, og jafnvel koma upp einhverskonar nýlendu eða geimstöð þar.

Bandaríkjamönnum finnst NASA ekki vera að skila neinu til baka, fyrir utan gæða rúðuþurrkur sem eru seldar í sjónvarpsmörkuðum. Einnig kannast allir við brandarann um pennan sem NASA eyddi milljón dollurum í að þróa svo það mætti nota hann í geimnum, á meðan rússar notuðu blýant.

Stærstu vandamál NASA eru reyndar eftifarandi:
1. Geimskutlarnar eru að verða of gamlar, annaðhvort þarf að byggja nýjar að reyna viðhalda þeim eins lengi og unnt er. Báðir kostirnir eru dýrir, þó þarf endanlega að byggja nýjar.

2. Alþjóðlega geimstöðin, en NASA practicly á og rekur þessa geimstöð með smá hjálp frá öðrum ríkjum. Allt budget í kringum þessa geimstöð er löngu farið út úr böndunum, en ekki er þó hægt að gefa hana upp á bátinn þó svo að hún sé algjört “drain” á NASA.

3. Of mikill kostnaður við allt sem NASA gerir, NASA má ekki búa til glasamottu nema hún sé úr sérstöku gúmmíi sem þolir að vera í geimnum eða í einhverju fáránlegu hitastigi o.þ.h. NASA er þó að reyna bæta úr þessu t.d. með því að koma verkefnum yfir til háskóla í bandaríkjunum þar sem háskólanemar geta unnið fyrir engan eða lítinn pening að spennandi verkefnum í nafni námsins.

4. Of mörg þróunarverkefni, fjármagn of dreift og þar af leiðandi þynnist það, en NASA er með mörg þróunarverkefni í járnum og öll þróun kostar sitt.

Ég hef alltaf haft gott álit á NASA, þrátt fyrir að margir bandaríkjamenn vilja leggja þessa stofnun niður. Ég tel að það hafi aldrei verið meiri þörf á öflugri geimferðastofnun í heiminum en nú og ég held að Bush bandaríkjaforseti ætti að setja það sem markmið að NASA skuli koma mönnum til Mars innan 10-20 ára, í staðinn fyrir að bora í nefið og bíða eftir einhverju sem gerist ekki. En ég er ekki bandaríkjamaður, og í rauninni ætti ég ekki að eiga neinna hagmuna að gæta varðandi bandaríska stofnun, en ég hef aldrei litið á NASA sem “USA only”.