Fyrst vil ég þakka huga.is fyrir að hafa tekið þá snilldar áköðrun að opna geimvísindasvæði. Þá fyrst get ég orðið aktífur. ;)
En ég ætlaði aðeins að spjalla um the big bang eða upphaf okkar alheims.
Þó að flestir viti þetta ef til vill ekki þá eru til nokkuð margar kenningar um the big bang, þó sérstaklega það sem gerðist eftir hann.
Big bang er sagður hafa gerst fyrir svona 16 til 20 milljörðum ára, ekki eru til neitt of mikið af hugmyndum en samhvæmt kenninguni sem fjallar um the big crunch (eða hvernig sem það er skrifað) þá segja vísindini að alheimurinn sem hafi verið hér á undan okkur hafa fallið ofaní sjálfansig og myndað ofurmassamikla eind sem svo sprakk út og myndaði nýjan alheim.
Mér finnst þetta hljóma svo hálf .. jah .. ótrúlega enda eru til nokkrar aðrar kenningar. Ein kenningin felst í því að big bang hafi orðið inni í hinum alheiminum og nýtt sér þá orku sem þar var til að búa til nýjan alheim, en aðrir vilja aftur á móti ekki trúa því að það hafi verið annar alheimur á undan okkar og segja því að The big bang hafi orðið þegar ekkert nema ekkertið var. Og án þess að ég þurfi að nefna það þá trúi ég þeirri kenningu alls ekki..
En hvaða kenning er hin sanna kenning?
Um það er helvíti hart að segja vegna þess að við höfum enga möguleika til þess að skoða það hvernig alheimurinn leit úr þarna í denn. Ástæðan fyrir því er sú að alheimurinn var ekki gegnsær fyrstu milljónir árin, en hann var fullur af ljósi og efni á litlu svæði, þetta gerir skoðanir á Big Bang ómögulegar.
En vísindamenn hafa möguleika til þess að skoða það sem gerðist “örfáum” árum eftir Big Bang vegna þess að þá hafði alheimurinn “þynnst”, stuttu eftir Big Bang er talið að í alheiminum hafi verið nokkrar “súpersólir” sem eru einskonar sólir sem eru eingöngu úr vetni og helíni, ástæðan fyrir því er sú að á þeim tíma voru ekki til nein önnur efni í alheiminum vegna þess að samhvæmt kenninguni komu eingöngu þessi tvö efni úr Big Bang.
Þessar sólir voru svona stórar vegna þess að kraftur þyngdaraflsins nægði ekki til þess að halda þeim saman. Þessar sólir lifðu einnig heldur stutt þar sem þær eiddu forða sínum mun hraðar en aðrar sólir.
Ég mun halda áfram umföllunini um Big Bang næstu daga ef nægur áhugi er.
Kveðja,
Ómar K.
Eitt sem ég vil koma á framfæri…vinsamlegast kommentið eins og þið viljið en ég vil ekki sjá bögg útaf stafsetningarvillum o.þ.h. ;)
Reason is immortal, all else mortal.